Leikklúbbur Laxdæla frumsýndi Vodkakúrinn eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur, í leikstjórn Ólafar Höllu Bjarnadóttur síðastliðna helgi.
Þrátt fyrir að vera í góðu starfi og eiga fallegt heimili hefur Eyja áhyggjur af því hve langt (eða stutt) sé eftir af barneignaraldri hennar. Meðfram því þreifar hún sig áfram með megrunarkúra og reynir að eiga samtal við elskhuga sinn, sem hefur meiri áhuga á risabílum og kvartmílunni en henni.
Í leitinni að hamingjunni í hinu daglega amstri leitar Eyja til annarra eftir góðum ráðum (og sumum ekki eins góðum), hughreystingu, aðstoð og brauðtertusneiðum. Um er að ræða gamanleikrit með örlítið alvarlegum undirtóni eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur (Kikku).
Um 25 manns koma að uppsetningunni, þar af 9 leikarar. Sýnt verður í félagsheimilinu Dalabúð, Miðbraut 8, Búðardal. Sveitarfélagið Dalabyggð styrkir leikklúbbinn með afnotum af húsinu.
Vegna þess að 5tugasta afmælisár leikklúbbsins bar upp í Covid var um að ræða hátíðaruppsetningu og va starfi leikklúbbsins m.a. gerð góð skil í leikskránni.
Sýningin var frumsýnd 21. apríl á menningar- og listahátíð Dalabyggðar, Jörvagleði 2023!