Leikhópurinn Maddid sýnir nýtt leikhúsverk, As Soon As They Know Me, á Norðurpólnum dagana 20.-21. ágúst kl. 20:00. Verkið fjallar um hvernig nýtt umhverfi og nýjar aðstæður geta haft áhrif á okkur. Verkið er samið með svokallaðri devising leikhúsaðferð og notast við textabrot, leikspuna, tónlist og video-verk.

Maddid hópurinn var stofnaður árið 2007 af Völu Ómarsdóttur og Mari Rettedal-Westlake þegar þær útskrifuðust frá Central School of Speech and Drama í London. Síðan hefur hópurinn stækkað og fjölmargir listamenn bæst við hópinn. Hópurinn leggur áherslu á tilraunir í sviðslistum þar sem mismunandi listgreinar koma saman til þess að móta heildarmyndina.

Hópurinn:
Vala Ómarsdóttir –sviðslistamaður 
María Kjartansdóttir –myndlistarmaður
Birgir Hilmarsson –tónlistarmaður
Olga Masleinnikova –sviðslistamaður
Friðþjófur Þorsteinsson –ljósahönnuður
Jordi Serra-Vega –hönnuður
Snorri Kristjánsson –textahöfundur

Frekari upplýsingar um hópinn: www.maddid.com eða á Facebook: Maddid

Verð aðeins 1600 kr.
Miðasala í síma: 772-5777 / 561-0021

Reykjavíkurborg, Goldsmiths College og Íslenska Sendiráðið í London styrkja verkefnið.

{mos_fb_discuss:2}