Í tilefni af 25 ára afmæli Perlunnar, frumsýnir leikhópurinn tvö verk sunnudaginn 6. apríl næstkomandi kl. 14.00. Annars vegar er það leikverkið Mídas konungur er með asnaeyru, og hins vegar Ljón og Mýs, en Sigríður hefur sjálf unnið leikgerðir beggja verka auk þess sem hún leikstýrir. Dansverkið Body-Slap eftir Láru Stefánsdóttur, sem höfundur leikstýrir jafnframt, verður einnig á dagskrá  auk þess sem sýnd verða myndbönd Perlunnar, þar á meðal myndbandið Svefn-genglar sem er tónlistamyndband sem Perlan gerði með hljómsveitinni Sigurrós.

Í heilan aldarfjórðung hefur Sigríður Eyþórsdóttir haft umsjón með starfsemi leikhópsins Perlunnar. Á þeim tíma hefur hún, og þeir listamenn sem sýnt hafa undir hennar stjórn, auðgað listalíf landsins svo um munar. Perlan hefur sýnt víða, meðal annas hjá félögum og  félagasamtökum, í sjónvarpi, á listahátíðum, styrktarskemmtunum bæði hér heima sem og víða um heim og óhætt er að fullyrða að á þeim tíma hafi hópurinn öðlast heimikla viðurkenningu.

Leikhópurinn Perlan hefur vakið verðskuldaða ayghygli fyrir einlæga og fagra leiktúlkun sína og booðskapur þeirra verka sem sýnd eru hafa einatt verið kærleikur, skilningur og virðing. Það var mikið framfaraskref í jafnréttisátt fyrir fatlaða listamenn þegar leikhópurinn fékk fasta aðstöðu í Borgarleikhúsinu enda er tjáning öllum í blóð borin og leikarar í Perlunni að sjálfsögðu engin undantekning þar á. Perlunni bættist við góður liðsauki þegar Lára Stefánsdóttir fór að semja fyrir þau dansa og stjórna. Þar með var Perlan orðin dans- og leikhópur.

Þess má geta að sumir meðlimir hópsins hafa verið með frá upphafi .
 
Mídas konungur er með asnaeyru
Leikgerð og leikstjórn: Sigríður Eyþórsdóttir,
Tónlist: Matthías Arnalds,
Leikbúningar: Bryndís Hilmarsdóttir og
Grafik: Helgi Hilmarsson
 
Ljón og mýs
Leikgerð og leikstjórn: Sigríður Eyþórsdóttir
Tónlist: Máni Svavarsson
Leikbúningar: Bryndís Hilmarsdóttir
Leikraddir auk Perluleikenda: Ólafur Darri Ólafsson og Bergljót Arnalds.
 
Miðasala er á vef Borgarleikhússin og í síma 568 8000. Miðaverð er 1000 kr.
 
Í leikhópnum Perlunni eru núna 11 manns og munu þau öll taka þátt í afmælissýningunni.
Þau heita: Birgitta Harðardóttir, Eva Donaldsdóttir, Gerður Jónsdóttir, Garðar Hreinsson, Guðrún Ósk Ingvarsdóttir, Hildur Davíðsdóttir Hreinn Hafliðason, Ingibjörg Árnadóttir, Ragnar Ragnarsson, Sigfús Svanbergsson og Sigrún árnadóttir
Kynnar á afmælissýningunni verða Bergljót Arnalds og Benedikt Erlingsson, leikarar.
 
Til gamans má geta þess að Matthías Arnalds, sem semur tónlistina fyrir Mídas konungur er með asnaeyru, er dóttursonur Sigríðar, leikstjóra og er því af þriðju kynslóð listamanna, sem hafa unnið fyrir Perluna, þ.e amma Sigga, dóttirin Bergljót og loks Matthías.

{mos_fb_discuss:2}