ImageMeð vífið í lúkunum eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ibsen, er annað verkefni Leikfélags Sauðárkróks á leikárinu og verður frumsýnt í byrjun Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 30. apríl nk.

Verkið var m.a. sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Íslensku leikhúsgrúppunni við fantagóðar undirtektir árið 2001 og fjallar um John nokkurn Smith sem er ósköp venjulegur maður nema hvað hann er óvart giftur tveimur konum. Einn daginn lendir hann í óhappi sem veldur því að upp um hann gæti komist og spinnast þá upp ótrúlegustu lygar og flækjur til að koma í veg fyrir að konurnar frétti hvor af annarri.  

Þetta gerir leikritið að eldfjörugum og bráðskemmtilegum farsa með hurðarskellum og öllu tilheyrandi. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.