Sunnudaginn 7. desember verður frumsýnd jólasýning hjá Leikfélagi Mosfellssveitar. Þar ríkir sannkallað jólafjör og stíga Grýla og Leppalúði á stokk ásamt jólakettinum, Leiðindaskjóðu og fleiri góðum gestum. Handritshöfundar eru Birgir Sigurðsson og María Guðmundsdóttir en einnig verður flutt gömul íslensk jólaþjóðsaga sem Eva Harðardóttir setti í leikbúning. Aðeins verða sýndar tvær sýningar, sunnudaginn 7. desember kl. 16:00 og sunnudaginn 14. des. kl. 13:00.
Miðaverð krónur 1.000,- og miðapantanir eru í síma 566 77 88.
{mos_fb_discuss:2}