Í vetur hefur Leikfélag NFSu æft af kappi hið sígilda og klassíska verk eftir William Shakespeare, Rómeó og Júlíu. Hins vegar er verkið ekki algjörlega í sinni upprunnalegu útfærslu heldur eru fjögur pör af Rómeó og Júlíu á mismunandi tímaskeiðum. Verkið er sýnt í Fjölbrautaskóla Suðurlands, nánar tiltekið í gryfju skólans. Leikstjóri verksins er Ólafur Jens Sigurðsson, en hann hefur áður sett upp leiksýningu með Leikfélaginu.

Frumsýning er sunnudaginn 22. mars kl. 20:30
2. sýning þriðjudaginn 24. mars kl. 20:30
3. sýning miðvikudaginn 25. mars kl. 20:30

Miða er hægt að panta í síma 690-0722 (Bjarni) og 6910091 (Katrín)

Almennt miðaverð er 1500 krónur.

{mos_fb_discuss:2}