Leikfélag Fljótsdalshéraðs var stofnað á Egilsstöðum 31. ágúst 1966 og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður mikið um að vera á leikárinu og hófst það reyndar með því að leikritið Miðsumarnæturdraumar, eftir Guðjón Sigvaldason og Auðhumlu, var sett upp í Selskógi. Guðjón Sigvaldason leikstrýrði. Sýningin tókst vel og áhorfendur urðu um 300 manns.

Í lok bæjarhátíðarinnar Ormsteitis, sem nú stendur yfir á Egilsstöðum, mun síðan leikfélagið halda upp á afmælið sitt með skemmtidagskrá. draumur2.jpgHún hefst laugadaginn 26. ágúst klukkan 21:30 í Ormsteitistjaldinu. Dagskráin verður skemmtileg og fjölbreytt: Hátíðarræða, afturgöngur, söngur og gamanmál eru meðal efnis. Dagskránni lýkur með flugeldasýningu um klukkan 23:00.

Sem fyrr segir verður mikið um að vera hjá leikfélaginu á leikárinu. Í haust verður sett upp frumsamið leikrit á Iðavöllum. Það er Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sem er að semja fyrir okkur og mun Oddur Bjarni Þorkelsson leikstýra.

Fyrirhugað er að vera með hin ýmsu námskeið og má þar m.a. nefna leiklistarnámskeið fyrir 10-15 ára börn á Fljótsdalshéraði, búninganámskeið, förðunarnámskeið, sviðsmyndanámskeið, ljósanámskeið ofl.

Í vor mun Leikfélag Fljótsdalshéraðs síðan halda Aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga og bjóða með því öllum leikfélögum á landinu í afmælið.