ImageLeikfélag Blönduóss frumsýnir um helgina leikritið Bangsimon. Verkið er mörgum kunnugt, en það er byggt á sögu A.A. Milne og er hér sýnd leikgerð Erics Olsons í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.

Frumsýnt verður í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 29. október kl. 16.00. Önnur sýning er sunnudaginn 30. október kl. 16.00 en sú þriðja þriðjudaginn 1. nóvember kl. 17.00. Miðaverð er kr. 1.500.
 
ImageLeikstjórinn, Guðjón Sigvaldason, er mörgum leikfélögum að góðu kunnur en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Blönduóss. Æfingar hafa staðið yfir síðan um miðjan september og koma um 20 manns að uppsetningunni,
en í hlutverkum dýranna og Jakobs eru 8 leikarar, bæði reyndir og óreyndir.

Það þekkja allir krakkar söguna um Bangimon og vini hans, en þau lenda í ýmsum ævintýrum.