Föstudaginn 13. júlí kl. 20 frumsýnir Leikfélagið Sýnir leikverkið Gangverkin í Elliðaárdal. Verkið sömdu nokkrir meðlimir leikfélagsins og er leikstjórn jafnframt í höndum félagsmanna. Þetta er fjórða verkið sem leikfélagið sýnir í Elliðaárdal en áður hefur það sýnt þar Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare (2003), Máfinn eftir Chekhov (2006) og Allir komu þeir aftur eftir Dorfman (2010). Gangverkin verða aðeins sýnd þrisvar sinnum.

Sýningar verða:
Föstudagur 13. júlí kl. 20 – frumsýning
Laugardagur 14. júlí kl 17
Sunnudagur 15. júlí kl. 17 – lokasýning

Gangverkin spyr stórra spurninga um hlutverk mannsins í náttúrunni, er hún hans eign eða hann hennar? Verkið endurspeglar viðleitni mannsins til að bregðast við utanaðkomandi árhrifum tækni og nýjunga sem hann er þó óumflýjanlega háður.

Sýningin tekur um klukkutíma í flutningi og áhorfendur eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og leiksýningin hefst á bílastæðinu við Félagsheimili Orkuveitunnar.

ATH! ENGINN POSI