Peðið hefur sérhæft sig í að leika á börum, en það var stofnað á Grand Rokk við Smiðjustíg 2006 og hefur sett upp einar 14 sýningar. Lamb fyrir tvo var fyrsta uppsetningin, en var aðeins sýnt einu sinni á Menningarhátíð Grand Rokks 2005, því þótti full ástæða að taka verkið upp núna og sýna um páskana.
Hvernig málum lyktar og hvort lögreglan er réttlát og leysi málin verður ekki upplýst hér áhugasömum er bent á að sýningar verða laugardaginn 31. mars kl. 17 og sunnudag 1. apríl kl. 17 og síðan á skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn 7. apríl, alltaf kl. 1700 og er sýningin um hálfa klukkustund í flutningi.
{mos_fb_discuss:2}