Æfingar á leikritinu Verndarenglarnir hjá Leikfélagi Sólheima eru nú í fullum gangi. Leikritið er samið sérstaklega fyrir Sólheima af Þórnýju Björk Jakobsdóttur sem leikstýrir einnig verkinu. Rauði þráðurinn í leikritinu er einelti og koma ýmsar furðuverur við sögu, svo sem álfar, tröll og huldufólk, ásamt verndarenglunum sem leikritið heitir eftir. Verkið verður frumsýnt á sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl.
Lárus Sigurðsson samdi tónlist við verkið en mikið er um söng og er leikritið við hæfi allra aldurshópa. Þess má geta að leikfélag Sólheima verður 80 ára í ár og er þar með eitt elsta starfandi áhugamannaleikfélag á landinu.
Aðrir sýningardagar eru:
Laugardaginn 23. apríl, klukkan 15.00
Mánudaginn 25. apríl, klukkan 15.00
Laugardaginn 30. apríl, klukkan 15.00
Lokasýning Sunnudaginn 1. maí, klukkan 15.00
Hægt er að panta miða í síma 847 5323.
{mos_fb_discuss:2}