Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í dag, þriðjudag 15. okt. Höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Æft hefur verið síðastliðnar sex vikur og hefur æfingatímabilið gengið mjög vel. 9 leikarar leika í sýningunni en um 40 manns eru í leikhópnum sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti.
Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki sem hér segir:
Frumsýning þriðjudag 15. október kl. 18:00
2. Sýning miðvikudag 16. október kl. 18:00
3. Sýning föstudaginn 18. Október kl. 18:00
4. Sýning laugardaginn 19 október kl. 14:00
5. Sýning sunnudaginn 20. Október kl. 14:00
6. Sýning þriðjudaginn 22. Október kl. 18:00
7. Sýning miðvikudaginn 23. Október kl.18:00
Um er að ræða afmælissýningu þar sem Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna upp í október 2004. Í uppfærslunni 2004 lék Silla leikstjóri eplið.