Í tilfefni af því að 70 ár eru líðin síðan breskur her sté á land í Reyðarfirði þann 1. júlí, frumsýnir Leikfélag Reyðarfjarðar leik- og söngdagskrá sem hlotið hefur nafnið Stríðið okkar. Þar er blandað saman stuttum leiknum þátt, skrifuðum af leikstjóranum Ármanni Guðmundssyni, og tónlist frá Síðari heimstyrjöldinni. Tónlistin er flutt af kirkjukór Reyðarfjarðarkirkju ásamt fimm manna hljómsveit, undir tónlistarstjórn Gillian Haworth. Einungis verða þrjár sýningar á Stríðinu okkar, 1. og 2. júlí kl. 20.30 og laugardaginn 3. júlí kl. 15.00.
Þann 1. júlí 1941 sigldi breskt herskip inn Reyðarfjörð og setti á land herflokk sem hófst þegar handa við að gera Reyðarfjörð að aðalbækistöðvum landhers Bandamanna á Austur landi. U.þ.b. ári síður hurfu bretarnir á braut og Bandaríski herinn tók við. Hann staldraði einnig aðeins við í um ár og þegar Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði sínu þann 17. júní 1944 var allur her á braut. Eins og nærri má geta hafði vera hersins í för með sér gríðarlegar breytingar á bæjarlífinu, heimamenn kynntust ýmsu sem áður var óþekkt hér á landi og stórt skref var tekið í átt til nútímans.
Í Stríðinu okkar er brugðið upp nokkrum svipmyndum af því ástandi sem myndast þegar inn í 300 manna samfélag kemur skyndilega rúmlega 3000 manna herlið. Leikþættirnir eru í gamansömum tón og eru ekki sannsögulegir á neinn hátt nema hvað þeir „hefðu vel getað gerst“. Segir þarna frá samskiptum íslendinga og hermanna ýmsum sjónarhornum, allt frá rómantík yfir í „stríðsátök“.
Sýnt er í Grunnskólanum á Reyðarfirði og miðaverð er 1.500 kr.
{mos_fb_discuss:2}