Næstkomandi föstudag, þann 12. mars klukkan 18.00, frumsýnir Leikfélag Keflavíkur leikritið Mér er alveg sama þó einhver sé að hlægja að mér eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Leikritið segir frá tröllastelpunni Lónu sem er að byrja í skóla með mannabörnum en á ekki sjö dagana sæla þar sem hún lendir í því að vera lögð í einelti.
Leikfélagið fer heldur ótroðnar slóðir í þessari uppsetningu sinni þar sem öll leikstjórn, staðfærsla, ljósahönnun og hljóðhönnun er í höndum leikhópsins sem hefur lagt á sig mikið til þess að sjá sýninguna verða að veruleika. Hér er um að ræða bráðfjöruga og skemmtilega sýningu fyrir börn tveggja ára og eldri en ættu fullorðnir ekki síður að hafa gaman af henni.
Önnur sýning er svo áætluð sunnudaginnn 14. mars klukkan 15.00, en einnig stendur leikskólum til boða að koma og sjá sýninguna á leikskólatíma og yrði þá um að ræða sannkallaða ævintýraferð í leikhúsið. Miðapantanir eru í síma 421-2540 og er miðaverð 1500 kr fyrir alla en einnig er hægt að semja um hópafslætti.
{mos_fb_discuss:2}