Sundurlimuð lík, smygl og ólöglegir innflytjendur var ekki beint það sem Tom og Linda sáu fyrir sér daginn sem konan frá ættleiðingarstofunni ætlaði að koma til að taka út aðstæður á heimilinu. Dick og Harry, hinir vitgrönnu bræður Tom, sjá hinsvegar til þess að allt fer úrskeiðis sem mögulega getur gert það.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir vandræðafarsann Tom, Dick og Harry í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar að Iðavöllum um helgina. Verkið er eftir þá feðga Ray og Michael Cooney en Cooney eldri hefur verið ókrýndur konungur farsans um margra ára skeið. Níu leikarar taka þátt í sýningunni en mest mæðir á Víði Má Péturssyni í hlutverki hins ólámsama og sífellt taugaveiklaðri Tom.
Miðasala er á midasala.lf@gmail.comhttps://forms.gle/51o7csw3vzp14dor8 eða í síma 862-3465.   Athugið að miðar eru ekki seldir á staðnum.
Miðaverð 3000 og 2500 fyrri öryrkja, eldri.
Frumsýnt er á Iðavöllum eins og áður segir laugardaginn 23. október klukkan 20:00.

Næstu sýningar:
2.sýning, 24.október kl. 20:00
3.sýning, 27.október kl. 20:00