Laugardaginn 14. mars kl 16:00 frumsýnir Leikdeild UMF Eflingar Kvennaskólaævintýrið eftir Böðvar Guðmundsson. Sýnt er á Breiðumýri og leikstjóri er Arnór Benónýsson. Tónlistarstjóri er Jan Alavere. 20 leikarar taka þátt í sýningunni auk þriggja manna hljómsveitar, en alls koma rúmlega fjörutíu manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Mikil tónlist er í sýningunni, flutt eru 17 lög, þar af sjö ný lög sem Jan Alavere samdi hann sérstaklega fyrir verkið.

Frumsýning laugardag 14. mars kl. 16.00
2. sýning, sunnudag 15. mars kl. 16.00
3. sýning, föstudag 20. mars kl. 20.30
4. sýning, laugardag 21. mars kl. 16:00
5. sýning, föstudag 27. mars kl. 20.30
6. sýning, laugardag 28. mars kl. 16.00

Miðaverð er kr 2.500. Sími í miðasölu er 618-3945 (posi). Veitingasala er í höndum Kvenfélagsins (ath ekki posi).

{mos_fb_discuss:2}