Núna er tækifæri til að kynnast tveimur af kynlegri kvistum íslenskrar sögu á einu bretti. Leiksýningarnar Bólu-Hjálmar og Ástir og örlög Jörundar hundadagakonungs verða sýndar í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á laugardagskvöldið 26. febrúar kl. 20. Hvor sýning er tæp klukkustund að lengd og barinn verður að sjálfsögðu opinn, enda annað varla hægt þegar svona kappar segja sögu sína. Ágústa Skúladóttir leikstýrir báðum sýningunum, og hugmyndaríkur og fjörugur stíll hennar nýtur sín til hins ítrasta. Kvöldstund í Gaflaraleikhúsinu klikkar ekki.

Stoppleikhópurinn verðlaunaverkið Bólu-Hjálmar. Þar segir frá kraftaskáldinu skrítna sem orti kröftugustu níðvísur síns tíma, kvað niður drauga og stóð í stöðugum illdeilum við nágranna sína. Hann var öfundaður og rógborinn, þjófkenndur og ákærður en engu að síður virtur og dáður fyrir hæfileika sína og mannkosti. Þrír leikarar segja sögu Hjálmars. Sýningin fékk Grímuverðlaunin 2009 sem barna- og unglingasýning ársins – en er svo sannarlega ekkert síður fyrir fullorðna.

Tímamótaverksmiðjan rekur sögu Jörundar Hundadagakonungs, sem var vægast sagt ævintýraleg frá upphafi til enda. Íslandsævintýri hans var aðeins eitt af hans mörgum ævintýrum, hann var sægarpur, njósnari, spilafíkill, rithöfundur, læknir, lögreglustjóri, fangi og margt fleira, hann ferðaðist um heiminn þveran og endilegan en endaði stormasama ævi sína sem útlagi á eyjunni Tasmaníu. Söguna um ástir og örlög Jörundar segja tveir leikarar og þrír hljóðfæraleikarar.

Verð á sýninguna er aðeins 2.500 krónur

Miðapantanir í síma 565 5900, 860 7481 eða í gaflarar@gmail.com.

{mos_fb_discuss:2}