Leikfélag Húsavíkur æfir nú Íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness og byggir á leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem hún gerði fyrir Leikslistarskólann árið 1980. Mikil tónlist verður í þessari uppsetningu og er hún öll samin af Guðna Bragasyni tónlistarkennara og tónlistarstjóra uppsetningarinnar. Leikstjóri er Arnór Benónýsson.

 

Æfingar hófust seint í ágúst og frumsýning er ákveðin 17. nóvember n.k. Leikarar eru um 20 talsins.

 

{mos_fb_discuss:2}