Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni frumsýnir söngleikinn Kongung ljónanna föstudaginn 24 mars.
Þetta er leikgerð, byggð á kvikmyndinni Lion King með auka söngvum úr Lion King 2, sem og nokkrir, gripnir annar staðar frá.
Tónlistin er eftir Elton John, en Lou Reed á þar einnig lög.
Handrits og textahöfundar eru margir, en megnið af þýðingunni kemur frá Ólafi Hauki Símonarsyni.
Sýningin er farandsýning og verður sýnd víða á Suðurlandi, auk einnar sýningar í Félagsheimili Seltjarnarness.
Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.

Sýnt verður í;

Aratungu 24. mars kl 20.00
Aratungu 25. mars kl 20.00
Aratungu 26. mars kl 14.00

Þingborg 28. mars kl 20.00

Félagsheimili Seltjarnarness 29. mars kl 20.00

Hvoli (Hvolsvelli) 31. mars kl 20.00
Hvoli (Hvolsvelli) 1. apríl kl 14.00

Leikskálum (Vík í Mýrdal) 2. apríl kl 19.00