Aðeins fjórar sýningar eftir!  Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu.

Sögurnar um hinn bráðskemmtilega og uppátækjasama snáða Einar Áskel hafa lengi átt vinsældum að fagna, og brúðusýning Bernds Ogrodniks sem er byggð á tveimur þeirra hefur notið mikillar hylli hjá yngstu kynslóðinni.

Við fylgjumst með degi í lífi feðganna Einars Áskels og pabba hans, þar sem daglegt líf verður ævintýri líkast. Einari Áskeli finnst fátt eins skemmtilegt og þegar pabbi hans gefur sér tíma til að leika við hann. Það næst skemmtilegasta er að fá að leika sér með verkfærakassann, en það er stranglega bannað og stórhættulegt að leika sér með sögina!

Brúðuleikur, brúðugerð og leikmynd: Bernd Ogrodnik
Handrit byggt á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell, eftir Gunillu Bergström
Leikstjórn: Kristján Ingimarsson
Búningar: Helga Björt Möller

Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Aldurshópur: 3-8 ára.

Sýningar:
31.1. kl. 11.00 og 13.00
7.2. kl. 14.00 og 16.00

Miðasala hér.