Halaleikhópurinn frumsýnir bandaríska gamanleikritið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Menchell fös. 8. mars.  Leikstjóri er Pétur Eggerz og þýðandi verksins er Elísabet Snorradóttir,

Leikritið  fjallar af einstakri næmni og kímni um þrjár miskátar ekkjur. Þær hafa verið vinkonur árum saman og hafa nú misst lífsförunauta sína. Hver og ein þeirra hefur fundið sína leið til þess að takast á við sorgina. Lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Einu sinni í mánuði fara vinkonurnar saman í kirkjugarðinn að vitja leiða eiginmannanna. Dag nokkurn hitta þær fullorðinn ekkil í garðinum og þar með lenda vinkonurnar í óvæntri krísu. Ná tryggðaheit hjónabandsins út yfir gröf og dauða?

Vinkonumar þrjár eru leiknar af þeim Hönnu Margréti Kristleifsdóttur, Sóleyju B. Axelsdóttur og Stefaníu B. Björnsdóttur. Ekkilinn leikur Jón Gunnar Axelsson og kunningjakonu þeirra leikur Margrét Eiríksdóttir.

Frumsýning er 8. mars eins og áður sagði og sýnt er í Halanum Hátúni 12. Miðasala í síma 8975007 og á netfanginu halaleikhopurinn.is .

Næstu sýningar eru:
Sunnudagur 10. mars kl. 17:00
Laugardagur 16. mars kl. 20:00
Föstudagur 22. mars kl. 20:00