Aukasýning á skírdag.
Af óviðráðanlegum ástæðum verður sýningum Skámána á KILLER JOE í Borgarleikhúsinu að ljúka nú í apríl en verkið verður tekið upp
af fullum krafti í haust. Aðeins 4 sýningar eru eftir í vor. Þetta magnaða verk hefur hlotið frábærar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda.
Einn leikaranna, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, hefur hlotið inngöngu í hinn virta Juilliard listaháskóla í New York í haust og eru þetta því síðustu forvöð að sjá hann í sýningunni.
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt inn aukasýningu á skírdag kl.20 en síðustu sýningar verða svo laugard.14.apríl, föstud.20.apríl og laugard. 21.apríl.
Leikendur auk Þorvaldar eru Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Maríanna Clara Lúthersdóttir.
Leikstjóri er Stefán Baldursson.
Nánari upplýsingar um sýninguna, viðbrögð, gagnrýni osfrv. er að finna á síðunni www.killerjoe.blog.is
{mos_fb_discuss:2}