Föstudaginn 14. maí kl. 20.00 og sunnudaginn 16. maí kl. 17.00 verður Halaleikhópurinn með Vorhristing, sýnd verða nokkur stuttverk, gjörningur framinn og tónlist flutt. Léttar veitingar verða í boði í hléi en þær eru innfaldar í miðaverði sem er aðeins 1.200 kr.
Verkin sem flutt verða eru:
Aftur á svið eftir Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Árna Salomonssonar. Leikarar eru: Hekla Bjarnadóttir, Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Stefanía Björk Björnsdóttir, Þröstur Steinþórsson, Ásdís Úlfarsdóttir, Silja Kjartansdóttir, Tobias Hausner og Margrét Lilja Arnarsdóttir.
Snemma beygist krókurinn eftir Nínu Björk Jónsdóttur, leikstjóri Árni Salomonsson. Leikarar eru: Guðríður Ólafsdóttir, Sóley Björk Axelsdóttir og Kolbeinn Jes Vilmundarson.
Flutt verður 4. þáttur úr nýrri íslenskri óperu Reköldin eftir Dag Sigurðarson og Einar Melax. Leikstjórn: Einar Melax og Gunnar Gunnarsson, Gunsó. Leikarar eru: Kristinn Sveinn Axelsson, Sólberg R. Haraldsson, Tobias Hausner, Daníel Þórhallsson og Rúnar Sigríðarson.
Prinsinn Páskar fremur gjörning og verður með uppistand sem hann kallar Prinsinn Páskar Partý Pinnast
Dúettinn Conductive sem hinir margfrægu Tobbi og Danni skipa, flytja tónlistaratriði.
KEG tríóið flytur nokkur lög.
Tríóið skipa: Kolbrún Stefánsdóttir, Einar Andrésson og Guðfinna Ásgeirsdóttir.
Miðasala er í síma 897-5007 og á midi@halaleikhopurinn.is
{mos_fb_discuss:2}