Freyvangsleikhúsið sýnir á föstudags- og laugardagskvöld 7. og 8. nóvember sinn árlega Kabarett. Kabarettinn í ár ber heitið Skítt með Kerfil – tökum slátur! Löng hefð er fyrir því í Eyjafjarðarsveit að setja upp kabarettsýningu með frumsömdu efni þar sem atburðir líðandi stundar, innan sveitar sem utan, eru skoðaðir í spaugilegu ljósi. Tónlist skipar stóran sess að vanda en sýningin í ár er sérstaklega helguð því að 25 ár eru frá því að fyrsti Kabarettinn var settur upp í Freyvangsleikhúsinu.

Á föstudaginn er fjölskyldusýning en að lokinni laugardagssýningunni er dansleikur með hljómsveitinni Æsir. Freyvangsleikhúsið hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við verðbólgunni og býður því sama verð og í fyrra, eða 1.500,- kr. á föstudag og 2.500,- kr. á laugardag. Aðgangur á dansleikinn er innifalinn í miðaverði.
 
Meðfylgjandi er mynd af fyrsta Kabaretthópnum fyrir 25 árum eða árið '83

{mos_fb_discuss:2}