Leikritið Jóreykur í leikstjórn Þorsteins Bachmann verður leiklesið í Tjarnarbíó miðvikudaginn 20. nóvember. Leikarar eru Halldór Halldórsson (Dóri DNA), Svandís Dóra Einarsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.). Frítt er inn á leiklesturinn og aðgangur öllum opinn. Leiklesturinn hefst stundvíslega kl. 20 og tekur rúma klukkustund.

Sjá einnig: http://www.joreykur.blogspot.com/

Um er að ræða nýtt íslenskt verk. Höfundur er Bergur Ebbi Benediktsson. Verkið fjallar um hestamanninn Hallgrím Björn Þórðarson (Steindi Jr.) sem er fyrsti íslenski gullverðlaunahafinn á ólympíuleikum, en við heimkomu hans til Íslands fer af stað atburðarás sem setur íslenska þjóðarvitund í nýtt (en þó kunnuglegt) samhengi.

Þetta verður gaman – örugglega áhugavert – og þetta er „one-time only“ nema styrkur fáist til uppsetningar verksins (sem vonandi tekst).