Tveimur dögum fyrir jól ætlar spunahópurinn Svanurinn að halda jólasýningu. Það verður spuni og alls konar grín sem er sérstaklega hannað til þess að gleyma jólastressinu og leiða hugann að hinum sanna anda jólanna.

Svanurinn er spunahópur sem var stofnaður fyrir þremur árum og samanstendur af sjö metnaðarfullum spunaleikurum úr röðum Improv Ísland. Meðlimir Svansins hafa leikið fjöldann allan af spunasýningum, jafnt sem hópur og sem meðlimir í sýningarhóp Improv Ísland.

Þetta er annað árið í röð sem Svanurinn stendur fyrir jólasýningu. Í fyrra voru þeir félagar með litla sýningu á Bar 11, en í ár verður öllu tjaldað til, stærra rými, stærra show og jafnvel örlítið stærri svanir. 

 Sýnt í Tjarnarbíó 22. desember kl. 20:00.

Fram koma:
Adolf Smári Unnarsson, Auðunn Lúthersson, Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson, Máni Arnarson, Ólafur Ásgeirsson & Pálmi Freyr Hauksson.