Kómedíuleikhúsið sýnir jólaleikritið sívinsæla Jólasveinar Grýlusynir í Arnardal helgina 19. og 20. desember. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag og hefjast sýningarnar kl.14. Miðasala er hafin í síma: 860 6062 einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á arnardalur@arnardalur.is Miðaverð er það sama og í fyrra eða aðeins 1.900.kr.

Þetta eru þriðju jólin í röð sem leikritið Jólasveinar Grýlusynir er sýnt en leikurinn hefur notið fádæma vinsælda og er þegar orðið partur af jólaundirbúningnum hér vestra. Gaman er að geta þess að verkið hefur verið sýnt um 40 sinnum.

Jólasveinar Grýlusynir er sprellfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinanna og ýmsum spurningum reynt að svara um þessa skrítnu kalla. Hvers vegna er Stúfur minnstur jólasveinanna? Af hverju er Stekkjastaur svona hár til hnésins? Var fjórtándi jólasveinninn til? Eru Askasleikir og Bjúgnakrækir tvíburar? Allt þetta og miklu meira fáum við að heyra um í sýningunni um Grýlusynina. Því inní ævintýrið fléttast allt annað ævintýri um nútíma unglingspilt sem hefur verið sendur til fjalla að leita að kúnni Búkollu. Jólasveinar Grýlusynir er bráðfjörugur jólaleikur með mikið af tónlist og almennu jólasveinasprelli að hætti gömlu íslensku jólasveinanna.

Höfundar leiksins eru Elfar Logi Hannesson og Soffía Vagnsdóttir. Leikari er Elfar Logi Hannesson og Soffía leikstýrir. Tónlist er eftir Hrólf Vagnsson og Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar jólasveinanna 13 sem og leikmyndina.

{mos_fb_discuss:2}