Ef ég væri jólasveinn… var frumsýnt síðastliðin sunnudag og skilaði brosandi og sönglandi leikhúsgestum á öllum aldri út í vetrarmyrkrið. Einungis eru fjórar sýningar eftir af þessarri íslensku frumsköpun: sunnudaginn 2. desember kl. 14.00 og 16.00 og sunnudaginn 9. desember kl. 14.00 og 16.00. Verkið hentar jólabörnum á aldrinum 4 -104 ára, er 50 mínútur án hlés. Jólaverk með söngvum fyrir börn á öllum aldri.
Leikhópurinn Á Senunni mun færa okkur hina heillandi sýningu Ævintýrið um Augastein eftir Felix Bergsson laugardaginn 15. desember. Tvær sýningar verða þennan dag kl. 13.00 og 15.00. Verkið er ætlað börnum 2ja-10 ára, tekur um eina klukkustund í sýningu og er ekkert hlé.
Upprisa hinna nafnlausu, leiklesinn alþýðufyrirlestur í Samkomuhúsinu. Þann 6. desember mun Akureyrarakademían, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Minjasafn Akureyrar, flytja alþýðufyrirlestur með leikrænu ívafi. Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur, mun beina kastljósinu að kjörum alþýðukvenna á Íslandi í byrjun 20. aldar, með aðstoð leikara LA. Aðgangseyrir er aðeins 2000 krónur og rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.
Allar nánari upplýsingar í síma 4 600 200, leikfelag.is og á netfanginu midasala@leikfelag.is.