{mos_fb_discuss:3}
Jólagjafir leikhúsáhugafólks!
Í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga að Kleppsmýrarvegi 8 er hægt að kaupa frumlegar og skemmtilegar jólagjafir fyrir leikhúsáhugafólk og börn. Þar fást t.d. andlitslitir í yfir 40 litum, bæði stakir og í pallettum, gerviskegg, augnhár, gerviblóð og margt fleira spennandi. Þar fást að sjálfsögðu líka fjölmörg leikrit og ekki má gleyma sögu Bandalagsins, Allt fyrir andann, sem er skyldulesning alls Bandalagsfólks. Verslunin verður opin alla virka daga til og með 22. desember og við sendum hvert á land sem er í póstkröfu.