Borgarleikhúsið frumsýnir þann 21. nóvember trúðleikinn Jesús litli í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur landsstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur tilskipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand?

Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanleg. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

Dauðasyndirnar voru án efa ein eftirminnilegasta sýningin á íslenskum leikhúsfjölum á síðasta ári. Þar fluttu trúðarnir dásamlegu hinn Guðdómlega gleðileik Dantes – og fóru frjálslega með. Sýningin hlaut sex tilnefningar til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunanna meðal annars sem sýning ársins. Nú snúa trúðarnir aftur og takast á við sjálft Jólaguðspjallið. Leikstjórinn Benedikt Erlingsson hefur hemil á trúðunum eftir bestu getu og söngkonan Kristjana Stefánsdóttir töfrar fram himneska tóna með hjálp trúðsins Bellu.

Höfundar
Benedikt Erlingsson
Bergur Þór Ingólfsson
Halldóra Geirharðsdóttir
Kristjana Stefánsdóttir

Leikgerð og leikstjórn
Benedikt Erlingsson

Leikmynd og búningar
Snorri Freyr Hilmarsson

Lýsing
Kjartan Þórisson

Tónlistastjóri
Kristjana Stefánsdóttir

{mos_fb_discuss:2}