Hugleikur ætlar að byrja leikárið með trompi og setja upp glænýtt verk eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Um er að ræða söngleik sem gerist á stríðsárunum og er hann sjálfstætt framhald af afmælissýningunni Stund milli stríða sem sýnd var vorið 2014. Sýnt verður í „Nemendaleikhúsinu“ – þ.e. gamla húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu 11. Leiksjóri er Þorgeir Tryggvason.

Opinn samlestur á verkinu verður í æfingahúsnæði Hugleiks við Langholtsveg 109-111 sunnudaginn 1. september kl. 20. Allir velkomnir.

Á aðalfundi Hugleiks í vor var kjörin ný stjórn.
Dýrleif Jónsdóttir er áfram formaður og Þórarinn Stefánsson varaformaður Guðrún Eysteinsdóttir gjaldkeri. Nýir stjórnarmenn eru María Björt Ármannsdóttir, ritari, Ásta Gísladóttir meðstjórnandi og í varastjórn eru Sigríður Bára Steinþórsdóttir, Loftur S. Loftsson og Sara Rós Guðmundsdóttir.

Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að ganga til samninga við ríkiseignir um leigu á “gamla nemendaleikhúsrýminu” sem að ofan er nefnt og var samningur þar að lútandi undirritaður í sumar.