Hugleikur snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann með stuttverkadagskrá sem ber yfirskriftina Kjallaraheimsókn. Dagskráin verður frumsýnd mánudaginn 12. apríl og endurtekin þriðjudaginn 13. apríl kl. 20.00 bæði kvöld, en alls verða sýnd fimm ný stuttverk, Heimsókn og Í sjálfheldu eftir Árna Friðriksson, Stjörnur og norðurljós eftir Hjörvar Pétursson, Stuldur eftir Sigurð H. Pálsson og Sælla er að gefa eftir Ástu Gísladóttur. Aðeins verða þessar tvær sýningar, miðaverð er 1500 kr.

Verkin sem sýnd verða með smá umsögn um innihaldið:

Heimsókn eftir Árna Friðriksson í leikstjórn Ástu Gísladóttur.
Leikarar eru Júlía Hannam og Jóhann Davíð Snorrason.
„Þetta eru alveg meiriháttar krossgátur í sunnudagsblaðinu.“

Í sjálfheldu eftir Árna Friðriksson í leikstjórn Sigurðar H. Pálssonar.
Leikarar eru Rúnar Lund og Árni Hjartarson.
Tveir menn velta fyrir sér manndrápum, en eiga þeir í raun frumkvæðið að vangaveltum sínum?

Stjörnur og norðurljós eftir Hjörvar Pétursson í leikstjórn Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur.
Leikarar eru Einar Þorgeirsson, Guðrún Eysteinsdóttir, Jón Gunnar Axelsson og Júlía Hannam.
Hjón ætla út að skemmta sér. Eða hvað?
Og svo er hann með bréf… eða ekki?
Annars er hún hætt með honum. Sylvía Nótt, sko.

Stuldur eftir Sigurð H. Pálsson í leikstjórn Árna Friðrikssonar.
Leikarar eru Hörður S. Dan og Rósa Ásgeirsdóttir.
Stælt og margstolið stutt verk (og hugsanlega bannað börnum!)

Sælla er að gefa eftir Ástu Gísladóttur í leikstjórn Kristínar Nönnu Vilhelmsdóttur.
Leikari er Jón Geir Jóhannsson.
„Leitin að hinni fullkomnu gjöf getur borið mann ofurliði. Það er einfaldlega ekki hægt að gera sumu fólki til hæfis.“

{mos_fb_discuss:2}