Leikfélag Selfoss tekst á Hugarflug sunnudaginn 2. október kl. 14:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún. Þér og öllum vinum þínum er boðið.

Hugarflug er fyrst og fremst tilraunverkefni þar sem félagsmönnum leikfélagsins jafnt sem öðrum eru gefnar nokkuð frjálsar hendur til að setja upp stutt verk, flytja tónlist, ljóð eða annað í svipuðum dúr. Þar koma saman reynsluboltar sem og ungir og óslípaðir demantar sem eiga framtíðina fyrir sér. Margir félagar í leikfélaginu hafa stigið sín fyrstu spor í Hugarflugi. Úr verður ca. klst löng dagskrá með fjölbreyttri og góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Að þessu sinni bíður Hugarflugði upp á ný verk, tónlist, tímaflakk, guðlegar verur og óvænta gesti í bland við fullt meira.

Allir velkomnir, frítt inn.