Leikfélag Selfoss frumsýnir um helgina leikverkið Hnerrinn. Verkið samanstendur af einþáttungum og smásögum eftir Anton Tsjekoff en leikgerðina skrifaði Michael Frayn. Frumsýning verður föstudaginn 19. janúar og verður það frumflutningur verksins hér á landi. Leikstjóri er Hörður Sigurðarson en hann þýddi verkið einnig á íslensku.
hnerrinn2.pngHnerrinn er 66. verk Leikfélags Selfoss, en félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1958 og hefur alla tíð verið einn af máttarstólpum menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Áhorfendur eiga í vændum skemmtilega kvöldstund, þar sem  þeir mæta uppáþrengjandi rithöfundum, sorgmæddum trúðum, þunglyndum ekkjum og fleiri furðukarakterum í sönnum rússneskum sagnaanda.

Næstu sýningar verða:
Lau. 27. janúar
Sun. 28. janúar
Fim. 1. febrúar
Fös. 2. febfebrúar
Sun. 4. febrúar

Sýningar hefjast klukkan 20:30 ogfara fram í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi en aðgangseyrir er 1500 krónur.
Miðapantanir eru í síma 482-2787 eftir klukkan 16 á daginn.