Undanfarin þrjú ár hefur Þjóðleikhúsið boðið börnum í elstu deildum leikskóla með kennurum sínum í heimsókn í leikhúsið til að fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið og kynnast töfraheimi þess. Börnin taka þátt í sögustund með leikhúsívafi, en nú er spunnið og leikið út frá gamla ævintýrinu um Hlina kóngsson. Sögustundin hefur notið mikilla vinsælda hjá leikskólum og á hverju hausti hafa komið vel á fimmta þúsund leikskólabörn frá allflestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í heimsókn í Þjóðleikhúsið.

Í haust hafa verið sýndar á þriðja tug sýninga af Hlina kóngsyni fyrir leikskólabörn í Kúlunni við frábærar undirtektir barnanna. Núna geta allir komið í leikhúsið og séð þessa frábæru sýningu fyrir börn á aldrinum 3gja til 8 ára en Hlini kóngson verður sýndur í almennum sýningum núna á laugardaginn.

Börnin á myndinni eru af leikskólanum Jöklaborg – en þau komu einmitt í heimsókn í leikhúsið á frumsýningardegi.

{mos_fb_discuss:2}