Höggmyndaleikverkið „Hin þráláta endurtekning og Kúreki“, eftir Pál Hauk Björnsson, verður sýnt frá 18. júní til 11. júlí nk.

Verkið er hreyfanlegur listviðburður sem ýtir undir notkun öðruvísi dreifingarmiðla en fyrir eru á hinu hefðbundna myndlistarsviðii. Unnið er með mörk myndlistar og leikhúss, gjörninga og höggmynda, myndbandsverka, hljóðs og rauntímaatburða. Áhorfandinn er í miðju verksins, í beinni upplifun og í beinu samtali við verkið; verkið er ekki til án hans og hann ekki án þess.

Verkið heldur áhorfendum föngnum í upplifuninni og ástandinu. Gestir eru sóttir í bifreið og þeim kastað rakleiðis inn í magnþrungna stemningu, sem er þó einungis inngangur að því sem koma skal. Við tekur drungalegt rými, ljúffeng súpa, leikhúsgjörningur og óvissa. Þegar á leiðarenda er komið er gestum hleypt út og þeir skildir eftir án nokkurra frekari útskýringa.

Næstu sýningartímar eru sem hér segir:

Fjórar sýningar á mánudeginum 21. júní:
kl. 18.00, 19.00, 20.00 og 21. 00

Fjórar sýningar á þriðjudeginum 22. júní:
kl. 18.00, 19.00, 20.00 og 21. 00

ATH! Aðeins tveir komast á hverja sýningu og er miðaverð 1.000 kr. á mann.

Miðapantanir á netfangið frafl@frafl.is

Verkið er að hluta til unnið í samstarfi við tónlistarmanninn Magnús Skarphéðinsson (Mongoose og Quadruplos) og myndlistarkonuna Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur.
Magnús Skarphéðinsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Jóhann Björnsson ásamt Páli Hauki sjá svo um framkvæmd verksins.
Húsnæði verksins útvegaði Jóhannes Halldórsson húsasmíðameistari hjá Vinkill ehf.
Framkvæmdafélag listamanna, FRAFL, sér um utanumhald verksins.
Nánari upplýsingar um verkið má nálgast hjá Páli, í síma 6932122 eða með tölvupósti á: pallhaukur05@gmail.com