Á hátíðinni er kastljósinu beint að hópnum og viðburðurinn til þess gerður að vera eins konar stökkpallur til alþjóðlegs frama fyrir þátttakendur. European Film Promotion stendur fyrir Shooting Star en Kvikmyndamiðstöð Íslands er aðili að þeim samtökum.
Hilmar var aðallega valinn fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinn í kvikmyndinni Á annan veg en einnig var litið til frammistöðu hans í Bjarnfreðarson og hinni væntanlegu kvikmynd Svartur á leik. Hilmar hefur verið fastráðinn leikari í Borgarleikhúsinu frá útskrift 2010 og leikið í verkunum Enron, Ofviðrinu, Nei Ráðherra og Galdrakarlinum í Oz. Í þeim tveim síðastnefndu er hann í burðarhlutverkum og hlotið mikið lof fyrir. Hann er einnig í lykilhlutverki í hátíðarsýningu Borgarleikhússins Fanný og Alexander sem frumsýnd verður á þrettándanum 6. janúar 2012, en þar fer hann með hlutverk Alexanders.
Umsögn dómnefndar Shooting Star „A compelling and wonderful actor with a strong, tangible style even playing the seemingly weak, foolish boy at the heart of Either Way. With his versatility and ability to stand out, Gudjónsson has a promising career ahead.”
{mos_fb_discuss:3}