KFUM og KFUK hyggjast setja upp kristilegu rokkóperuna HERO. Verið er að setja saman hljómsveit fyrir sýninguna og æfingar á verkinu hefjast í byrjun október þegar búið er að kasta í hlutverk. Áætluð frumsýning er snemma á næsta ári, lok febrúar/byrjun mars.
Hero er í raun guðspjallið í nútímasamhengi. Sagan gerist í Brooklyn, New York þar sem drengurinn !HERO vex úr grasi, fer að tala gegn hatri og óréttlæti og boðar konungsríki sem er ekki af þessum heimi. Heimurinn er undir járnhnefa I.C.O.N (international confederation of nations) og þegar yfirboðarar I.C.O.N sjá þá ógnun sem !HERO er þá fyrirskipa þeir að koma honum fyrir kattarnef. Inn í söguna er fléttað dæmisögum og kraftaverkum Jesú, ásamt því að eftirminnilegir karakterar úr guðspjallinu koma fram.
Áheyrnarprufur verða nk.laugardag (20. september) á milli kl. 10-18. Skráning í síma 588-8899 alla virka daga milli 9-17. Prófað verður bæði í sönghlutverk og danshlutverk. Erum að leita að 12 stórum sönghlutverkum. Umsækjendur í söngprufu koma með lag að eigin vali og mega koma með undirleikara en ekki undirspil á geisladisk. Allar nánari uplpýsingar um áheyrnarprufurnar eru í síma 588-8899.