„Það er misjafnlega djúpt á þessu listræna elementi hjá fólki, en það blundar á einhvern hátt í okkur öllum.“
Þó ekki sé hægt að fara í leikhús þessa dagana er hægt að fræðast aðeins um starfsemi þeirra sumra. Bakvið tjöldin: Freyvangsleikhúsið er skemmtilegur og fræðandi þáttur sem sjónvarpstöðin N4 gerði um Freyvangsleikhúsið og sem hægt er að horfa á hér á netinu. Rætt er við ýmsa sem komið hafa að starfi félagsins í gegnum tíðina.