Á haustdögum hófst vetrarstarf hjá Leikfélagi Rangæinga. Verið er að hlúa ungliðunum og farið var af stað með starf með þeim.  Í gangi hefur verið leikþáttur um Gunnar á Hlíðarenda, og var hann sýndur á Héraðsvöku Rangæinga, í sögusetrinu á Hvolsvelli nú nýverið og víðar.

Einnig standa yfir æfingar á leikritinu: Saga Sveins bónda Sveinssonar í Spjör og samsveitunga hans, eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur og er í leikstjórn Margrétar Tryggvadóttur. Þarna er á ferðinni farsi mikill sem fjallar um kotrössunga nokkra og annað heldra fólk í sveit nokkurri hér á landi fyrr á öldum. Í leikritinu eru 11 leikarar og eru þeir á mismunandi aldri og koma úr öllum hornum sýslunnar. Fyrirhugað er að hefja sýningar eftir áramót og er leikmyndin einföld og þægileg til fluttninga, þar sem fyrirhugað er að fara með sýninguna á milli samkomustaða í sýslunni og annars staðar.

{mos_fb_discuss:2}