Halaleikhópurinn hefur ráðið leikstjórana Margréti Sverrisdóttur og Odd Bjarna Þorkelsson til að leikstýra leikritinu Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo, jafnframt því að uppfæra og staðfæra verkið. Æfingar munu hefjast í nóvember og fyrirhugað er að frumsýna kringum mánaðarmótin janúar / febrúar 2012.

Hassið hennar mömmu var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1982  í Iðnó og síðan flutt í Austurbæjarbíó og sýnt þar á miðnætursýningum og gekk þar að ýmsum hugstola eins og greint var fá í Vísi 3. jan. 1983. Þetta er farsi, afi og mamma Luigi eru farin að rækta og reykja hass og hann sér að það er eitthvað undarlegt á seiði hjá þeim gömlu. Mikill eltingarleikur hefst þar sem inní blandast prestur, eiturlyfjaeftirlitið, mafían, ung stúlka ofl. ofl.

{mos_fb_discuss:2}