Verkið fjallar um fjóra menn sem eru misjafnlega staddir í andlegum þroska og búa saman í íbúð. Þeir sjá um sig að nokkru leyti sjálfir, en umsjónarmaðurinn Þór lítur til með þeim og sér um að allt gangi vel. Við fáum að fylgjast með þeim tækla hið daglega líf, sem getur reynst ansi snúið og niðurstaðan æði oft sprenghlægileg eða grátbrosleg. Rottuveiðar, partíhald og ástamál koma við sögu – og auðvitað er ekki hjá því komist að hið opinbera blandist í málin, þar sem að fatlaðir einstaklingar eiga aðild að málum.
Það er öruggt að heimsókn til sambýlinganna er verulega mannbætandi, enda ekki á hverjum degi sem fólki gefst færi á að gráta og hlæja í einu – og þeir hlakka til að taka á móti ykkur í Hátúninu.
Miðaverð er 1500 kr. Miðapantanir í síma 897-5007 og midi@halaleikhopurinn.is
Hægt að kaupa heila sýningu þá kostar hún 50.000 kr.
Tilboð til leiklistarnemar í grunnskólum 1000 kr. miðinn.