Litli leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir söngsýninguna Gúttó – Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár laugardaginn 23. mars kl. 21. Um er að ræða fjöruga söngsýningu þar sem saga Gúttó á Ísafirði er rifjuð á fjörugan hátt í tali og tónum. Andi hljómsveita eins og BG og Ingibjörg, Ásgeir og félagar, Gancia, Villi Barði Gunnar og fleiri svífur yfir vötnum. En þær hljómsveitir spiluðu sem mest í Gúttó á Ísafirði, sem var lengi vel eini dansstaður bæjarbúa. Sagan gerist að hluta til á rakarastofu í bænum. Rifja menn upp fjörið í Gúttó, slagsmálin í portinu og eflast bregður fyrir stúlkunum úr húsmæðraskólanum í plássinu.
Lögin sem flutt eru í sýningunni eru handvalin af lagalistum þeirra hljómsveita sem spiluðu á dansleikjum á gullaldarárum Gúttó. Leikgerð er í höndum félaga Litla leikklúbbsins. Á sviðinu er 6 manna hljómsveit, Gúttóbandið ásamt söngvurum, leikurum og dönsurum. Að þessari sýningu standa um 35 manns á aldrinum 17-72 ára Þetta er 84. verkefni Litla leikklúbbsins á Ísafirði og 48. leikár, og er leikklúbburinn strax farinn að huga að fimmtugsafmælinu.
Önnur sýning er á miðvikudaginn 27. mars kl. 22 og þriðja sýning er föstudaginn langa kl. 21.
Miðaverð er 2.800 kr og hægt er að panta miða í síma 856-5455.