Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir laugardagskvöld 18. október leikritið Góðverkin kalla eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir þessari uppfærslu á Góðverkin kalla en hann er þaulreyndur leikstjóri þrátt fyrir unga aldur. Hans þekktasta leikstjórnarverkefni hingað til er líklega kvikmyndin Astrópía sem hefur fengið fantagóðar viðtökur og hefur nú nýlega vakið mikla athygli og aðdáun á erlendri grundu.

Leikritið var fyrst sýnt hjá leikfélagi Akureyrar árið 1993 og sló þar í gegn. Síðan þá hafa mörg áhugaleikfélög tekist á við verkið enda er umfjöllunarefnið íslenskur veruleiki og leikritið kómískt í meira lagi. Þótt verkið sé nú um 15 ára gamalt kallast það merkilega mikið og allt að því kaldhæðnislega á við nútímann og nægir þar að nefna að sögusvið leikritsins er smábær sem nefnist Gjaldeyri.

Ákveðnar hafa verið eftirfarandi sýningar á leikritinu.
Frumsýning – Laugardagur 18. október kl. 20:00
2. sýning – Mánudagur 20. október kl. 20:30
3. sýning – Miðvikudagur 22. október kl. 20:30
4. sýning – Fimmtudagur 23. október kl. 20:30   
5. sýning – Sunnudagur 26. október kl. 17:00     
6. sýning – Miðvikudagur 29. október kl. 20:30  
7. sýning – Föstudagur 31. október kl. 20:30      
8. sýning – Laugardagur 1. nóvember kl. 20:00  
 

{mos_fb_discuss:2}