Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið.

Það var leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda.

 

Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm.

 Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur.

Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:

 Ragnheiður

Sýning ársins 2014

eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson

Íslenska óperan

 

Stóru börnin

Leikrit ársins 2014

eftir Lilju Sigurðardóttur

Lab Loki


Egill Heiðar Anton Pálsson

Leikstjóri ársins 2014

fyrir Gullna hliðið

Leikfélag Akureyrar

 

Hilmir Snær Guðnason

Leikari ársins 2014 í aðalhlutverki

fyrir Eldraunina

Þjóðleikhúsið

 

Margrét Vilhjálmsdóttir

Leikkona ársins 2014

í aðalhlutverki

fyrir Eldraunina

Þjóðleikhúsið


Bergur Þór Ingólfsson

Leikari ársins 2014 í aukahlutverki

fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt

Borgarleikhúsið


Nanna Kristín Magnúsdóttir

Leikkona ársins 2014 í aukahlutverki

fyrir Óskasteina

Borgarleikhúsið

 

Egill Ingibergsson

Leikmynd ársins 2014

fyrir Gullna hliðið

Leikfélag Akureyrar

 

Helga Mjöll Oddsdóttir

Búningar ársins 2014

fyrir Gullna hliðið

Leikfélag Akureyrar

 

Gunnar Þórðarson

Tónlist ársins 2014

fyrir Ragnheiði

Íslenska óperan

 

Vala Gestsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson

Hljóðmynd ársins 2014

fyrir Litla prinsinn

Þjóðleikhúsið

 

Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek

Lýsing ársins 2014

fyrir Furðulegt háttalag hunds um nótt

Borgarleikhúsið

 

Elmar Gilbertsson

Söngvari ársins 2014

fyrir Ragnheiði

Íslenska óperan


Brian Gerke

Dansari ársins 2014

fyrir F A R A N G U R

Íslenski dansflokkurinn

 

Valgerður Rúnarsdóttir

Danshöfundur ársins 2014

fyrir F A R A N G U R

Íslenski dansflokkurinn

 

Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson

útvarpsverk ársins 2014

Leikstjórn Viðar Eggertsson

Útvarpsleikhúsið á RÚV

 

Tyrfingur Tyrfingsson – leikskáld

Sproti ársins 2014

fyrir Bláskjá

Óskabörn ógæfunnar og Borgarleikhúsið

 

Hamlet litli eftir Berg Þór Ingólfsson

Barnasýning ársins 2014

Borgarleikhúsið

 

Kristbjörg Kjeld

Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014


Heimild www.visir.is