Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 11. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Kynnir kvöldsins var Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Gunnar Eyjólfsson hlýtur Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi. Macbeth var valin sýning ársins, Englar alheimsins leikrit ársins auk fjölda annarra verðlauna sem skiptast þannig:

 

 

Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2013

Gunnar Eyjólfsson fyrir ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi

Sýning ársins 2013

MacBeth
eftir William Shakespeare
Leikstjórn Benedict Andrews
Þýðing Þórarinn Eldjárn
Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikrit ársins 2013

Englar Alheimsins
Leikgerð eftir Þorleif Örn Arnarsson og Símon Birgisson
Byggt á skáldsögu eftir Einar Má Guðmundsson
Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson
Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikstjóri árins 2013

Ragnar Bragason fyrir leikstjórn í leiksýningunni
Gullregn í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikari ársins 2013 í aðalhlutverki

Ólafur Darri Ólafsson fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni
Mýs og menn í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikkona ársins 2013 í aðalhlutverki

Kristbjörg Kjeld fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni
Jónsmessunótt í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikari ársins 2013 í aukahlutverki

Hilmar Guðjónsson fyrir hlutverk sitt í verkinu Rautt
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikkona ársins í 2013 aukahlutverki

Brynhildur Guðjónsdóttir fyrir hlutverk sitt í verkinu Gullregn
í sviðsetningu Borgarleikhússins

Sproti ársins 2013

Kristján Ingimarsson og Neander fyrir uppfærsluna á verkinu Blam!
í sviðsetningu Neander og Borgarleikhússins

Leikmynd ársins 2013

Vytautas Narbutas fyrir leikmynd í leiksýningunni Englar alheimsins
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Búningar ársins 2013

Filippía I.Elísdóttir fyrir búninga í leiksýningunni Englar alheimsins
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Lýsing ársins 2013

Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu í leiksýningunni Macbeth
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Tónlist ársins 2013

Oren Ambarchi fyrir tónlist í leiksýningunni Macbeth
í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Hljóðmynd ársins 2013

Kristinn Gauti Einarsson og Oren Ambarchi fyrir hljóðmynd í leiksýningunni Macbeth í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Söngvari ársins 2013

Alina Dubik fyrir hlutverk sitt í óperunni Il Trovatore
í sviðsetningu Íslensku óperunnar

Dansari ársins 2013

Aðalheiður Halldórsdóttir fyrir hlutverk sitt í dansverkinu Walking Mad
í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Danshöfundur ársins 2013

Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir fyrir kóreografíu í dansverkinuComing Up í sviðsetningu Íslensku hreyfiþróunarsamsteypunnar

Útvarpsverk ársins 2013

Opið Hús
eftir Hrafnhildi Hagalín
Leikstjórn Kristín Eysteinsdóttir
Tónlist eftir Hall Ingólfsson
Hljóðvinnsla Einar Sigurðsson
Framleiðandi Útvarpsleikhúsið á Rúv