Nú er vefhluta áhorfendaverðlaunanna lokið og símakosningin hafin. Þær leiksýningar sem lentu í fimm efstu sætunum eru tilnefndar og er kosið um þær í símakosningunni.

Kosningunni lýkur í beinni útsendingu Sjónvarpsins í kvöld um kl. 21.

Hringdu í eftirfarandi símanúmer og veldu þína uppáhaldsleiksýningu! Þú gætir unnið árskort fyrir tvo í Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og á sýningar Leikfélags Akureyrar!

ÁHORFENDAVERÐLAUN GRÍMUNNAR 2006 // TILNEFNINGAR

Annie / 900-1101
eftir Charnin, Meehan og Strouse í sviðssetningu Andagiftar.
Leikstjórn annaðist Viðar Eggertsson.

Fullkomið brúðkaup / 900-1102
eftir Robin Hawdon í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Leikstjórn annaðist Magnús Geir Þórðarson.

Hafið bláa / 900-1103
eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í sviðssetningu Ísmediu.
Tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Leikstjórn annaðist Agnar Jón Egilsson.

Litla Hryllingsbúðin / 900-1104
eftir Howard Ashman í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Íslensku Óperuna.
Leikstjórn annaðist Magnús Geir Þórðarson.

Woyzeck / 900-1105
eftir George Büchner í sviðssetningu Leikfélags Reykjavíkur og Vesturports.
Leikstjórn annaðist Gísli Örn Garðarsson.