Næstu sýningar:
Fös. 1. nóv. frumsýning
Sun. 3. nóv. sýning kl. 18
Mán. 4. nóv. sýning kl. 20
Mið. 6. nóv. sýning kl. 20
Fim. 14. nóv. sýning kl. 20
Fös. 15. nóv. sýning kl. 20
Lau. 16. nóv. sýning kl. 15
Lau. 16. nóv. sýning kl. 20
Sun. 17. nóv. sýning kl. 18
Góðverkin kalla! var upphaflega skrifað fyrir Leikfélag Akureyrar og frumsýnt þar fyrir 20 árum síðan. Það hefur notið allnokkurra vinsælda hjá áhugaleikfélögum síðan og er þetta í áttunda sinn sem það er sett upp hjá leikfélagi úr röðum Bandalags íslenskra leikfélaga.
Verkið fjallar á ábyrgðarlausan hátt um það vandræðaástand sem skapast hefur í smábænum Gjaldeyri á Ystunöf. Þar starfa ofvirk góðgerðarfélög, Dívans klúbburinn, Lóðarís og Kvenfélagið Sverðliljurnar, og hafa þau skapað neyðarástand með stanslausum tækjagjöfum til sjúkrahúss þorpsins, í öfgakenndri baráttu þeirra um hvert félaganna er best í að vera gott. Steininn tekur úr þegar halda á upp á 100 ára afmæli sjúkrahússins og þau ákveða hvert fyrir sig að gefa, nýjasta undratæki læknavísindanna, straumlínugjafa. Læknir þorpsins reynir að sannfæra fólk um að það eina sem vanti sé hlustunarpípa en hver hlustar á svoleiðis píp þegar tækifæri til að gera góðverk af þessari stærðargráðu er annars vegar.
Leikfélag Rangæinga hefur um árabil starfað ötullega og sett upp sýningu á hverju ári. Af nýlegum sýningum má nefna Dýrin í Hálsaskógi, Orustuna á Laugalandi, Vodkakúrinn og Nýja byrjun. Oftast hafa sýningar farið fram í Njálsbúð en nú var ákveðið að breyta til og sýna í Hellubíói í samvinnu við veitingahúsið sem þar er rekið.
Miðapantanir á Góðverkin kalla! fara fram í síma 868 1188 og á netfanginu broi1970@mi.is