Ágúst Þór Árnason, Vikudagur á Akureyri: „Leikstjórinn, Þór Tulinius, nær að skapa heildstæða sýningu þar sem texti, leikmynd, búningar, leikhljóð, hraði og skiptingar eru eins og best verður á kosið.“
Sóley Björk Stefánsdóttir, kistan.is: „Eftir þessa sýningu sit ég með gleði í hjarta yfir að búa í nálægð góðs áhugaleikhúss.“
Þráinn Karlsson, leikari: „Þessi sýning var fagnaðarefni. Hún var kraftaverk af hendi leikstjóra og allra sem að henni standa. Í mínum huga gekk allt upp, frábær leikmynd og búningar, leikmunir réttir og sannir og umgjörðin öll til fyrirmyndar. Leikarar stóðu sig með stakri prýði og margir framúrskarandi. Sýningin ber öll vott um öguð vinnubrögð, kraft og einlægni þeirra sem að henni koma. Húrra – Bravó fyrir Freyvangsleikhúsinu.“
Næstu sýningar verða:
Föstudagur 18. mars kl. 20:00 – 7. sýning. Örfá sæti laus.
Laugardagur 19. mars kl. 16:00 – 8. sýning. Uppselt!
Laugardagur 19. mars kl. 20:00 – 9. sýning. Laus sæti.
Föstudagur 25. mars kl. 20:00 – 10. sýning. Laus sæti.
Laugardagur 26. mars kl. 20:00 – 11. sýning. Laus sæti.
Sýningar munu standa eitthvað fram á vor. Nánari upplýsingar á heimasíðunni freyvangur.net.
{mos_fb_discuss:2}