Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir námskeið:

Gervi og leikbúningar – hugmyndavinna og hönnun

Námskeiðið miðar að því að efla skapandi hugsun frá handriti til hugmyndar, finna aðferðir til að koma hugmyndum um leikgervi og búninga á framfæri, og að lokum leggja fram fullbúnar hugmyndir með stikkprufum á búningum og gervum. Á námskeiðinu munum við reyna að skapa svipaðan grundvöll og gerist í leikhúsunum, sem miðar að sjálfstæðri hugsun,  og gefa viðkomandi fleiri tæki til að geta komið með eigin hugmyndir byggðar á handriti og framkvæmt síðan út frá þvi.

Kennarar: Alda Sigurðardóttir og Ásta Hafþórsdóttir

Þátttökugjald: kr. 35.000

Tími:  Sett kl. 18.00 miðvikudag 21. október og slitið kl. 16.00 sunnudag 25. október 2009. Kennt er frá kl. 9.00-18.00 með matarhléi fimmtudag, föstudag og laugardag og til kl. 16.00 á sunnudag

Staður: Húsnæði Halaleikhópsins að Hátúni 12 í Reykjavík

Skráningu lýkur 1. október, þátttökugjald greiðist við skráningu

Um kennarana:

Alda Sigurðardóttir stundaði nám í hjúkrun, fatahönnun og myndlist. Síðan hefur hún starfað við þetta allt og ýmislegt fleira. 
Hún hefur einstakt auga fyrir endurnýtingu og notkun ýmissa efna og hluta til að skapa nýja og óvenjulega leikbúninga úr búningasafninu.

Ásta Hafþórsdóttir er leikgervahönnuður. Það felst í því að í nánu samstarfi við leikara, leikstjóra og aðra listræna stjórnendur 
leiksýninga skapar hún heildarmynd leiksýninga með fókus á gervi, en innifalið í því er förðun, hárgreiðsla, grímur og höfuðskraut.

Þær hafa báðar vakið athygli fyrir óvenjulega hönnun og efnisnotkun í leikhúsi.

 

Um námskeiðið:

Farið verður í gegnum vinnuferlið þegar útlit leiksýningar er búið til. Lestur texta og pælingar, innra og ytra – yfir og undir – 
aðalatriði og aukaatriði. Til hvers og fyrir hvern? Hugmynda og skissuvinna, útfærsla á hugmyndum, söfnun efnis, endurnýting – umbreyting – frumvinna.

 

Námskeiðið miðar að því að efla skapandi hugsun frá handriti til hugmyndar, finna aðferðir til að koma hugmyndum um leikgervi og búninga á framfæri, og að lokum leggja fram fullbúnar hugmyndir með stikkprufum á búningum og gervum.

 

Á námskeiðinu munum við reyna að skapa svipaðan grundvöll og gerist í leikhúsunum, sem miðar að sjálfstæðri hugsun, 
og gefa viðkomandi fleiri tæki til að geta komið með eigin hugmyndir byggðar á handriti og framkvæmt síðan út frá þvi.

 

Nemendur öðlast vitneskju um hugsun og framkvæmd á bakvið leikgervi og búninga. Þeir fá leikverk til að lesa og vinna útfrá og munu fullklára nokkra búninga og gervi á námskeiðinu. Farið verður í leikhús og í geymslur og nemendur fá lista yfir hluti sem þeir eiga að hafa með sér.

Skráið ykkur í netfangið info@leiklist.is og greiðið þátttökugjaldið inn á bankareikning: 
334-26-5463, kt. 440169-0239.

Innifalið í þátttökugjaldi er kennsla, efni og kaffi/te á kennslutímanum ásamt lokahófi m/mat á laugardagskvöldið.

Allar upplýsingar gefnar í síma 551 6974.